Norrænir dómarar koma til Íslands

Dagana 8.-10. maí var haldið SEND Seminar á Íslandi.

SEND stendur fyrir „Samarbetsorganet för Efterutbildning av Nordens Domare“ en norrænir dómarar hafa skipulagt og haldið námskeið fyrir dómara á Norðurlöndum í 30 ár, eða frá árinu 1989. Markmið SEND er að vinna í sameiningu að þjálfun og símenntun dómara sem byggir á sameiginlegri hefð hins norræna réttarkerfis.

Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Hótel Rangá og sóttu um 50 dómarar þingið sem haldið er tvisvar á ári.

Umfjöllunarefni fundarins var „Bevisvurdering og bevisregler i retssager“ sem útleggst „Sönnunarmat og sönnunarreglur í dómsmálum“ en í lok ráðstefnunnar var gestum boðið í Landsrétt þar sem Hervör Þorvaldsdóttir forseti Landsréttar tók á móti hópnum.