Námskeið fyrir matsmenn - 21. og 22. október 2020

Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu og uppsetningu matsgerða, undirbúning matsfunda og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem nánar er upplýst um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér sem matsmenn fyrir dómi á sínu sérsviði, s.s. iðnaðarmönnum, tæknifræðingum, verkfræðingum, fasteignasölum, lögmönnum, læknum, sálfræðingum, viðskiptafræðingum og endurskoðendum. 
Handbók með ítarlegum leiðbeiningum fyrir dómkvadda matsmenn er innifalin í námskeiðsgjaldi. 

Kennarar             Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum og Ragnar Ómarsson byggingafræðingur á Verkfræðistofunni Verkís, formaður Matsmannafélags Íslands.
Staður                 Kennslustofa Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík og Héraðsdómur Reykjavíkur. 
Tími                     Alls 7 klst. Miðvikudagur 21. okt. kl. 13.00-16.00 og fimmtudagur 22. okt. kl. 12.30-16.30. 
Verð                     kr. 47.000,-

 

Skráning hér