Einelti, kynferðisleg eða kynbundin áreitni og ofbeldi á vinnustað

- stefna og viðbragðsáætlun

Stefna og viðbragðsáætlun dómstólasýslunnar er sett í samræmi við 38. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Hún er unnin af starfshópi skipuðum af stjórn dómstólasýslunnar sem samþykkti hana 24. ágúst 2018.

»Stefna og viðbragðsáætlun um einelti.pdf

 

Fagráðið skipa:

Katrín Helga Hallgrímsdóttir, formaður fagráðs og lögfræðingur

Dr. Hörður Þorgilsson, löggiltur sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði

Sjöfn Evertsdóttir, löggiltur sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði 

Netfang fagráðsins er: fagrad@domstolasyslan.is