Á K V Ö R Ð U N
dómstólasýslunnar um skjöl sem berast skuli dómstóli í gegnum réttarvörslugátt

  1. Öll skjöl í eftirtöldum málum skulu berast Landsrétti í gegnum réttarvörslugátt:
    a. Kærðum sakamálum þar sem krafist er endurskoðunar úrskurða í rannsóknarmálum samkvæmt 1. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

  2. Öll skjöl í eftirtöldum málum skulu berast héraðsdómstólum í gegnum réttarvörslugátt:
    a. Rannsóknarmálum samkvæmt 1. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008.
    b. Ákærumálum sem eingöngu lúta að umferðalagabrotum.

  3. Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli 2. mgr. b-liðar 3. gr. og 2. mgr. c-liðar 3. gr. reglna dómstólasýslunnar um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum nr. 1662/2024

 

Þannig samþykkt í stjórn dómstólasýslunnar, 6. janúar 2025.

Sigurður Tómas Magnússon,
formaður stjórnar dómstólasýslunnar

Kristín Haraldsdóttir,
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar