Með vísan til 37. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla hefur dómstólasýslan, að fengnum tillögum dómstjóra héraðsdómstólanna, tekið svofellda ákvörðun um regluleg dómþing á föstum þingstöðum frá 1. janúar 2019:
1. gr.
1. Umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Þingstaður: Dómhús Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í Reykjavík, dómsalur 102.
Regluleg dómþing verða hvern þriðjudag og fimmtudag kl. 10.00.
2. Umdæmi Héraðsdóms Vesturlands.
Þingstaður: Héraðsdómur Vesturlands, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi.
Regluleg dómþing verða 1. þriðjudag hvers mánaðar kl. 14.00.
3. Umdæmi Héraðsdóms Vestfjarða.
Þingstaður: Héraðsdómur Vestfjarða, Hafnarstræti 9 á Ísafirði.
Regluleg dómþing verða 1. miðvikudag hvers mánaðar kl. 14.00.
4. Umdæmi Héraðsdóms Norðurlands vestra.
Þingstaður: Héraðsdómur Norðurlands vestra, Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki.
Regluleg dómþing verða 2. þriðjudag hvers mánaðar kl. 14.00.
5. Umdæmi Héraðsdóms Norðurlands eystra.
Þingstaður: Héraðsdómur Norðurlands eystra, Hafnarstræti 107 á Akureyri.
Regluleg dómþing verða hvern fimmtudag kl. 13.30.
6. Umdæmi Héraðsdóms Austurlands.
Þingstaður: Héraðsdómur Austurlands, Lyngási 15 á Egilsstöðum.
Regluleg dómþing verða 1. fimmtudag hvers mánaðar kl. 14.00.
7. Umdæmi Héraðsdóms Suðurlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:
a. Umdæmi sem tekur til sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Ásahrepps,Flóahrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps,Hveragerðisbæjar, Sveitarfélagsins Ölfus og Sveitarfélagsins Árborgar. Þingstaður: Héraðsdómur Suðurlands, Austurvegi 4 á Selfossi. Regluleg dómþing verða 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar kl. 14.00.
b. Umdæmi sem tekur til Vestmannaeyjabæjar. Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns, Heiðarvegi 15 í Vestmannaeyjum. Regluleg dómþing verða 2. fimmtudag mánaðar kl. 15.00, mánuðina febrúar, mars, apríl, maí, júní, september, október, nóvember og desember.
8. Umdæmi Héraðsdóms Reykjaness.
Þingstaður: Héraðsdómur Reykjaness, Fjarðargötu 9 í Hafnarfirði. Regluleg dómþing verða hvern miðvikudag kl. 09.00.
2. gr.
Hlé verða á reglulegum dómþingum mánuðina júlí og ágúst svo og frá 20. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Þá falla regluleg dómþing niður á lögboðnum frídögum, sbr. lög nr. 88/1971.
3. gr.
Auglýsing þessi gildir frá og með 1. janúar 2019. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing dómstólasýslunnar dagsett 11. desember 2017.
Reykjavík, 24. september 2018.
Ólöf Finnsdóttir
framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar.