Reglur dómstólasýslunnar nr. 12/2018
LEIÐBEINANDI
1. gr.
Þegar um er að ræða kaup efnanna kannabis, amfetamíns, LSD, MDMA og kókaíns og aðra öflun þeirra til eigin nota í smáum stíl skal miða við grunnsektir samkvæmt leiðbeiningum/fyrirmælum Ríkissaksóknara til lögreglustjóra RS-2/2009.
2. gr.
Nú er sektarfjárhæð hærri en 300.000 krónur, samkvæmt nefndum leiðbeiningum, og skal þá höfð hliðsjón af töflu í 3. gr. Hún miðar við vörslur, kaup eða aðra öflun efna til eigin nota við fyrsta brot og að ekki séu fyrir hendi refsilækkunar- eða refsihækkunarástæður.
3. gr.
Kókaín, frá 33 g allt að 100 g 1,5-2,5 fangelsisdagar fyrir hvert gramm eða hluta af grammi
MDMA, frá 33 töflum allt að 100 töflum 1,5,-2,5 fangelsisdagar fyrir hverja töflu eða hluta af töflu
Amfetamín, frá 36 g allt að 100 1,5-2 fangelsisdagar fyrir hvert gramm eða hluta af grammi
LSD, frá 36 skömmtum allt að 100 skömmtum 1,5-2 fangelsisdagar fyrir hvern skammt eða hluta af skammti
Kannabis
90-200 g 30-45 daga fangelsi
201-400 g 45-60 daga fangelsi
401-600 g 60-90 daga fangelsi
601-1000 g 3ja mánaða fangelsi
4. gr.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 6. tl. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla og eru til leiðbeiningar. Þær öðlast gildi 1. janúar 2018.
Þannig samþykkt í stjórn dómstólasýslunnar
18. desember 2017.
Benedikt Bogason
formaður stjórnar dómstólasýslunnar.