Skipun nýrra héraðsdómara
Þann 9. janúar 2018 skipaði settur dómsmálaráðherra í embætti átta héraðsdómara. Sex embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur, eitt embætti dómara með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur sem sinnir störfum við alla héraðsdómstólana og eitt embætti dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða sem sinnir störfum við alla héraðsdómstólana.
Arnar Þór Jónsson, Ásgerður Ragnarsdóttir, Ástráður Haraldsson, Daði Kristjánsson, Helgi Sigurðsson og Ingiríður Lúðvíksdóttir voru skipuð í embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur, frá og með 9. janúar 2018.
Pétur Dam Leifsson var skipaður í embætti dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sem sinnir störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá og með 9. janúar 2018.
Bergþóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sem sinnir störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá og með 9. janúar 2018.