Myndir frá hádegisverðarfundi LMFÍ og dómstólasýslunnar
Þann 12. janúar sl. var efnt til hádegisverðarfundar með Róberti Spanó, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem hann sagði frá og útskýrði dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu skv. 6. gr. og svaraði fyrirspurnum gesta. Alls mættu um 70 gestir á fundinn.
Benedikt Bogason, hæstaréttardómari og formaður stjórnar dómstólasýslunnar, var fundarstjóri.
Í upphafi fundar gerði Benedikt stuttlega grein fyrir hlutverki hinnar nýju stjórnsýslustofnunar, dómstólasýslunnar, sem tekur til sameiginlegrar stjórnsýslu dómstiganna þriggja.
Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður og formaður LMFÍ, lýsti ánægju sinni með fundinn og um leið samvinnu LMFÍ og dómstólasýslunnar um fræðslufundi af þessum toga.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem voru teknar á fundinum.