Heimsókn borgarstjóra til Héraðsdóms Reykjavíkur
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heimsótti Dómhúsið við Lækjartorg sl. miðvikudag, ásamt aðstoðarmanni sínum Pétri Krogh Ólafssyni. Skoðuðu þeir Dómhúsið undir handleiðslu Símonar Sigvaldasonar dómstjóra, fræddust um sögu hússins og kynntu sér innri starfssemi Héraðsdóms Reykjavíkur. Heimsókninni lauk á móttöku með starfsmönnum dómsins, þar sem m.a. voru rædd sjónarmið um hugmyndir að framtíðar staðsetningu dómhúss og skipulagsmál.