Hádegisverðarfundur með Jonas Ebbesson

Jonas Ebbesson, formaður eftirlitsnefndar Árósarsamningsins og próffesor í umhverfisrétti við háskólann í Stokkhólmi, er nú í heimsókn hér á landi í því skyni að vekja athygli á Árósarsamningnum og mikilvægi umhverfisverndar.

Í heimsókn sinni hefur Jonas meðal annars fundað með nefndarmönnum og starfsmönnum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála, starfsmönnum Stjórnarráðsins, dómsmálaráðherra, umhverfissamtökum, þingmönnum og fulltrúum frá háskólasamfélaginu. Þá hélt Jonas fjölsótt málþing á Þjóðminjasafninu.

Í dag sat Jonas hádegisverðarfund í húsnæði dómstólasýslunnar þar sem saman komu dómarar frá öllum dómstigum, fulltrúar frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands.