Heimsókn frá Lettlandi
Þann 17. október síðastliðinn komu fjórir fulltrúar frá „Court Administration Republic of Latvia“, í heimsókn til dómstólasýslunnar. Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna sér öryggismál hjá íslenskum dómstólum og var stjórnendum dómstólanna ásamt dómvörðum boðið að koma á fundinn til að ræða við þá um öryggismál.
Lettneskir dómstólar eru nýlega komnir með hlið til vopnaleitar og eru öryggiskröfur þar með svipuðum hætti og á flugvöllum. Öryggi dómstólanna eru sífellt í endurskoðun og það var afar gagnlegt að kynnast því hvernig lettneska dómstólasýslan hagar sínum málum.
Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar bauð gesti velkomna og kynnti hina ungu stofnun.
Mr. Mārtiņš Rikmanis sér um starfsmanna- og öryggismál hjá lettnesku dómstólunum.
Fundinn sátu dómverðir og stjórnendur dómstólanna.
Sendinefndin ræðir málin við starfsmenn íslenskra dómstóla.