Hver er tilgangur birtinga dóma á netinu?

Dómstólasýslan í samstarfi við Dómarafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Lögfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 28. nóvember kl. 12.00-14.00 í Nauthól, Nauthólsvegi 16, 101 Reykjavík. 

Á samráðsgátt stjórnvalda liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um birtingu dóma og úrskurða dómstóla sem er ætlað að koma til móts við þá gagnrýni sem verið hefur undanfarið um að persónuvernd og friðhelgi einkalífs sé ekki nægilega gætt í birtingu dóma á netinu. En hver er tilgangur birtingar dóma? Er opinber birting á netinu ætluð sem hluti refsingar brotamanna? Er tilgangur frumvarpsins að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða er því aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna?

 

Ávarp

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

 

Framsögumenn

Benedikt Bogason hæstaréttardómari, formaður stjórnar dómstólasýslunnar.

Sigurður Tómas Magnússon Landsréttardómari, formaður réttarfarsnefndar.

Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, formaður Dómarafélags Íslands. 

Berglind Svavarsdóttir lögmaður, formaður Lögmannafélags Íslands.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.

 

Fundarstjóri

Kristín Haraldsdóttir lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

 

Eftir stuttar framsögur verða umræður.

 

Verð kr. 4.500,- hádegisverður innfalinn.