Námskeið um dóma EFTA dómstólsins
Miðvikudaginn 21. nóvember sl. sóttu dómarar og aðstoðarmenn námskeið hjá þeim Páli Hreinssyni forseta EFTA dómstólsins og Ólafi Jóhannesi Einarssyni ritara dómstólsins um áhugaverða dómaframkvæmd EFTA dómstólsins síðustu ár sem hefur raunhæfa þýðingu fyrir íslenska dómstóla og lúta m.a. að áhrifum EES-réttar í landsréttinum.
Þá var einnig farið yfir hvernig best sé að standa að beiðni um ráðgefandi álit til EFTA dómstólsins og hvaða atriða æskilegt sé að dómari hafi mótað sér afstöðu til áður en hann sendir beiðnina.
Námskeiðið var sótt af 13 dómurum og aðstoðarmönnum.
F.v. Páll Hreinsson og Ólafur Jóhannes Einarsson.
Námskeiðið var vel sótt af dómurum og aðstoðarmönnum.