Um sjötíu sérfróðir luku námskeiði
Farið var yfir hlutverk sérfróðra meðdómsmanna í dómsmálum og hvernig best er að undirbúa sig undir starfið. Komið var inn á hvenær sérfróður meðdómsmaður kemur að máli og til hvers er ætlast til af honum. Námskeiðið var eingöngu fyrir þá sem hafa fengið tilnefningu sem sérfróðir meðdómsmenn.
Kennarar voru þau Ásgerður Ragnarsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Hersir Sigurgeirsson dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.