Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar með dómstólasýslunni


Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heimsóttu dómstólasýsluna á starfsstöð hennar að Suðurlandsbraut 14. Benedikt Bogasonar, formaður stjórnar dómstólasýslunnar, Íris Elma Guðmann  verkefnastjóri og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar gerðu grein fyrir hlutverki og helstu verkefnum stofnunarinnar. Nefndarmennirnir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður Pírata, Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki, Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstrihreyfingu – grænt framboð og Björn Freyr Björnsson, nefndarritari frá Alþingi sátu fundinn.

Frá heimsókn nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til dómstólasýslunnar.