Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur og starfsemi dómstólasýslunnar

Út er komin skýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2018-2019 þar sem gerð er grein fyrir starfsemi dómstólasýslunnar. Skýrslan er unnin að beiðni Alþingis á grundvelli laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.

Í skýrslunni er að finna yfirlit um lykiltölur úr starfsemi og rekstri dómstólasýslunnar ásamt kafla um stefnumótun og aðgerðir, rekstur og mannauð, ásamt niðurstöðum og tillögum til úrbóta.
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að dómstólasýslan hafi á sínum stutta starfstíma markað sér trúverðuga stefnu og framtíðarsýn um þróun stjórnsýslu dómstólanna. Stofnuninni hafi tekist að ljúka flestum markmiðum stefnunnar og tilheyrandi aðgerðum.

Ríkisendurskoðun telur að dómstólasýslan hafi staðið undir þeirri ábyrgð sem henni var falið með gildistöku laga nr. 50/2016 um dómstóla og gerir ekki athugasemdir við hvernig stofnunin hefur almennt sinnt sameiginlegri stjórnsýslu dómstólanna.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar