Kynning á tæknirannsóknum lögreglu
Hinn 28. maí hélt dómstólasýslan í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þrjú erindi um tæknimál lögreglu. Markmið fundarins var að kynna fyrir dómurum og aðstoðarmönnum dómara, tölvurannsóknir lögreglu þar sem útskýrðir voru ferlar tölvu- og símarannsókna. Tæknideild lögreglu fór yfir algengustu framleiðsluaðferðir við framleiðslu fíkniefna og ennfremur var farið yfir þrívíddartækni í lögreglurannsóknum og þá möguleika sem þrívíddartækni býður upp á í vattvangsrannsóknum í dag. Frá stoðdeildum lögreglu mættu þeir Vignir Örn Oddgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi og Guðmundur Ingi Rúnarsson lögreglufulltrúi. Um 15 dómarar og aðstoðarmenn hlýddu á fyrirlesturinn sem fram fór hjá dómstólasýslunni.