Fræðsla um þróun fíkniefnaframleiðslu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við dómstólasýsluna bauð dómurum og aðstoðarmönnum dómara upp á kynningu varðandi þróun fíkniefnaframleiðslu hér á landi. Þeir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og Karl Eyjólfur Karlsson, lögreglufulltrúi kynntu sérstök rannsóknarúrræði sem lögreglan beitir í málum er tengjast skipulagðri brotastarfsemi sem og helstu áherslur sem snúa að rannsóknaraðferðum, aðferðafræði og þjálfun lögreglumanna. Um tíu dómarar og aðstoðarmenn sátu fundinn.