Starfsemi dómstóla verður með eðlilegum hætti eins og mögulegt er
Starfsemi dómstóla verður með eðlilegum hætti eins og mögulegt er
Starfsemi dómstólanna verður með eðlilegum hætti eins og unnt er með hliðsjón af auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 825/2020 sem gildir til og með 10. september nk. Heilbrigðisráðherra hefur veitt dómstólunum undanþágu frá 1. mgr. 4. gr. auglýsingarinnar þannig að heimilt er að hafa einn meter á milli dómenda og annars starfsfólks dómstóla í dómsölum þar sem því verður ekki við komið að halda tveggja metra nálægðarmörkunum sem kveðið er á um í 1. mgr. 4. gr.
Lögð verður áhersla á að nýta tæknilausnir í starfseminni eins og kostur er svo sem með notkun fjarfundarbúnaðar þar sem því verður við komið. Skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn teljast afhent dómstól berist þau honum sannanlega rafrænt innan tilskilins frests, enda verði dómstólnum sendur í pósti og án ástæðulauss dráttar tilskilinn fjöldi eintaka skjala og annarra sýnilegra sönnunargagna sbr. heimildir í ákvæðum laga nr. 32/2020 um breytingar á ýmsum lögum m.a. ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991.