Hæstiréttur nýtur mests trausts dómstólanna


 
Nær 46% landsmanna báru mikið traust til dómskerfisins samkvæmt könnun Gallup sem gerð var dagana 14. janúar til 15. febrúar síðastliðinn. 
Um 31% aðspurðra segist bera lítið traust til dómskerfisins og 23% svara hvorki mikið traust né lítið traust. 
Einnig var kannað traust landsmanna á dómstigunum þremur og kom í ljós að Hæstiréttur naut mikils trausts 57% landsmanna á meðan Landsréttur naut 44% mikils trausts og héraðsdómstólarnir 47%.

Traust og þekking á dómskerfinu

Eitt að því sem spurt var um í könnuninni var hvort þátttakendur þekktu til starfsemi dómskerfisins og dómstiganna þriggja og hversu mikið traust þau bæru til dómskerfisins.
Hlutfall þeirra sem þekktu vel til starfsemi Hæstaréttar var 34% og hlutfall þeirra sem þekktu vel til starfsemi Landsréttar var 28% en þeir sem þekktu starfsemi héraðsdómstólanna vel var 30%.
Hlutfall karla sem bera mikið traust til dómskerfisins var 51% á móti 41% kvenna en 40% karla töldu sig þekkja vel til starfseminnar á móti 29% kvenna. Þá var einnig meira traust á dómskerfinu hjá háskólamenntuðum og þegar fjölskyldutekjur voru 1.250 þúsund eða hærri.
 
Um könnunina

Netkönnun Gallup var gerð dagana 14. janúar til 15. febrúar 2021.  Traustmælingunni var skipt upp í fjóra hluta og fékk hver svarandi 12 - 14 stofnanir og því voru á bilinu 821-848 svarendur á bak við hverja stofnun.