Héraðsdómur Óslóar heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur

Héraðsdómur Óslóar heimsótti í liðinni viku Héraðsdóm Reykjavíkur en tilefni heimsóknarinnar var námsferð starfsfólks norska dómstólsins hér á landi. Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómstjóri tók á móti hópnum ásamt Ragnheiði Snorradóttur héraðsdómara og Birgittu Kristjánsdóttur aðstoðarmanni dómara og kynntu þeim starfsemi dómstólsins. Síðar sama dag var Edda Laufey Laxdal lögfræðingur dómstólasýslunnar með erindi fyrir hópinn um starfsemi dómstólasýslunnar.