Sameiginleg stefna fyrir dómstóla og dómstólasýsluna komin út
Ný sameiginleg stefna fyrir dómstóla á öllum þremur dómstigum og dómstólasýsluna fyrir árin 2023-2027 hefur nú verið gefin út.
Í stefnunni koma fram þau gildi, sem eru höfð að leiðarljósi í störfum dómstóla og dómstólasýslunnar, markmið og áherslur sem unnið verður að á tímabilinu.
Áherslurnar eru: Stafrænt dómskerfi, upplýsingagjöf og fræðsla, húsnæði og öryggismál og loks mannauður og færni.
Stefnuna má nálgast í heild sinni hér: Stefna dómstóla 2023-2027.