Þrjú metin hæfust til að hljóta setningu í embætti héraðsdómara
Hinn 29. september 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið lausa til umsóknar setningu í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Átta umsóknir bárust um embættið.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur nú skilað umsögn sinni um umsækjendur. Það er niðurstaða nefndarinnar að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjenda til að hljóta setningu í hið lausa embætti og verði ekki gert upp á milli þeirra þriggja.
Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.