Breytingar á reglum dómstólasýslunnar

Stjórn dómstólasýslunnar hefur samþykkt nýjar reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl nr. 1/2026 og reglur um sérfróða meðdómsmenn nr. 2/2026. Breytingarnar á þessum reglum lutu að fjárhæð þóknunar. Reglurnar taka gildi 1. janúar nk. og falla þá úr gildi eldri reglur um sama efni.

Auk þess samþykkti stjórnin breytingar á reglum um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla sem fólu í sér að gildistöku 2. og 3. mgr. 3. gr. um birtingu upplýsinga um tegund máls var frestað til 1. apríl 2026.