Hákon Þorsteinsson og Oddur Þorri Viðarsson skipaðir héraðsdómarar
Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar.
Meira ...Reglur um fjarþinghöld dómstóla
Með lögum nr. 53/2024 voru bráðabirgðaheimildir til notkunar á fjarfundabúnaði við rekstur einka- og sakamála fyrir dómi gerðar varanlegar. Samhliða var dómstólasýslunni falið að setja leiðbeinandi reglur um fjarþinghöld, þar á meðal um skýrslugjöf fyrir dómi.
Meira ...Reglur um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum
Stjórn dómstólasýslunnar samþykkti nýverið reglur um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum nr. 8/2024 sem tóku gildi 1. júlí sl. og birtar voru í B-deild stjórnartíðinda 28. júní 2024 undir númerinu 760/2024 .
Meira ...Breytingar á réttarfarslöggjöf vegna stafrænnar málsmeðferðar í dómsmálum
Hinn 1. júlí næstkomandi taka gildi breytingar á lögum um meðferð sakamála, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti sem miða að því að gera samskipti í réttarvörslukerfinu tæknilega hlutlaus og skapa forsendur til að nýta tæknilausnir í ríkara mæli við meðferð dómsmála.
Meira ...Ráðstefna norrænna dómara haldin í Reykjavík
Ráðstefna á vegum SEND (Samarbetsorganet för Efterutbildning av Nordens Domare) um virka stjórnun á rekstri einkamála var haldin í Reykjavík dagana 6. – 8. maí. Ráðstefnuna sóttu um fimmtíu dómarar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Finnlandi auk Íslands.
Meira ...Nýjar reglur um fjárhæð skiptatrygginga og skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum
Hinn 1. janúar sl. tóku gildi nýjar leiðbeinandi reglur dómstólasýslunnar um fjárhæð skiptatrygginga og skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum nr. 5/2024. Reglurnar leystu af hólmi eldri reglur um skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum nr. 2/2019.
Meira ...Nýjar leiðbeinandi reglur taka gildi
Hinn 21. desember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar leiðbeinandi reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl., reglur um ákvörðun málskostnaðar við áritun stefnu í útivistarmáli skv. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, reglur um sérfróða meðdómsmenn og reglur um fjárhæð skiptatrygginga og skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum. Hinn 29. desember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar reglur um um námsleyfi dómara.
Meira ...Tveir héraðsdómarar skipaðir og einn settur
Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara.
Meira ...Námskeið fyrir matsmenn – 21. og 22. nóvember
Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi.
Meira ...Nýr skrifstofustjóri hjá Héraðsdómi Reykjaness
Arndís Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjaness. Staðan var auglýst þann 17. janúar sl. og alls bárust 20 umsóknir. Arndís lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, LL.M. gráðu frá University of Minnesota Law School árið 2011 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2012.
Meira ...Nýjar leiðbeinandi reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna
Hinn 8. desember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar leiðbeinandi reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 1/2023. Reglurnar tóku gildi 1. janúar 2023 og leystu þá af hólmi eldri leiðbeinandi reglur nr. 1/2022.
Meira ...Nýjar reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar
Hinn 10. nóvember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar. Reglurnar taka gildi 1. janúar 2023 og leysa þá af hólmi gildandi reglur.
Meira ...Nýjar reglur um útgáfu dóma og úrskurða á vefsíðum dómstólanna
Hinn 9. júní sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar reglur um útgáfu dóma og úrskurða á vefsíðum dómstólanna. Reglurnar taka gildi 1. október nk. og leysa þá af hólmi gildandi reglur um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna nr. 3/2019.
Meira ...Einar Karl og Nanna skipuð í embætti héraðsdómara
Innanríkisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmann í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022 og Nönnu Magnadóttur, formann úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022.
Meira ...Hæstiréttur nýtur mests trausts dómstólanna
Nær 46% landsmanna báru mikið traust til dómskerfisins samkvæmt könnun Gallup sem gerð var dagana 14. janúar til 15. febrúar síðastliðinn. Um 31% aðspurðra segist bera lítið traust til dómskerfisins og 23% svara hvorki mikið traust né lítið traust. Einnig var kannað traust landsmanna á dómstigunum þremur og kom í ljós að Hæstiréttur naut mikils trausts 57% landsmanna á meðan Landsréttur naut 44% mikils trausts og héraðsdómstólarnir 47%.
Meira ...Stafræn útgáfa búsforræðisvottorðs
Dómstólasýslan hefur unnið með Dómsmálaráðuneytinu og Stafrænu Íslandi að stafrænni útgáfu einnar tegundar búsforræðisvottorða. Búsforræðisvottorðið – vottorð um að bú einstaklings eða fyrirtækis sé ekki til gjaldþrotaskiptameðferðar er nú hægt að nálgast rafrænt í gegnum Ísland.is.
Meira ...Nýting rafrænna lausna og fjarfundarbúnaðar við málsmeðferð
Lög nr. 121/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa verið samþykkt á Alþingi og birt í Stjórnartíðindum. Þau tóku gildi í gær, 18. nóvember 2020, og gilda til 31. desember 2021. Sjá frumvarp á vef Alþingis.
Meira ...Kynning á tæknirannsóknum lögreglu
Hinn 28. maí hélt dómstólasýslan í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þrjú erindi um tæknimál lögreglu. Markmið fundarins var að kynna fyrir dómurum og aðstoðarmönnum dómara, tölvurannsóknir lögreglu þar sem útskýrðir voru ferlar tölvu- og símarannsókna.
Meira ...Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur og starfsemi dómstólasýslunnar
Út er komin skýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2018-2019 þar sem gerð er grein fyrir starfsemi dómstólasýslunnar. Skýrslan er unnin að beiðni Alþingis á grundvelli laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.
Meira ...Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar með dómstólasýslunni
Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heimsóttu dómstólasýsluna á starfsstöð hennar að Suðurlandsbraut 14. Benedikt Bogasonar, formaður stjórnar dómstólasýslunnar, Íris Elma Guðmann verkefnastjóri og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar gerðu grein fyrir hlutverki og helstu verkefnum stofnunarinnar.
Meira ...Heimsókn frá Hæstarétti
Nýlega heimsótti Hæstiréttur Íslands dómstólasýsluna á starfstöð hennar að Suðurlandsbraut 14. Við það tækifæri fór Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar, yfir hlutverk stofnunarinnar og gerði grein fyrir því hvernig hefði gengið að koma henni á fót frá því hún hóf störf 1. janúar 2018.
Meira ...Um sjötíu sérfróðir luku námskeiði
Dagana 3. og 10. október fóru fram námskeið fyrir sérfróða meðdómsmenn. Farið var yfir hlutverk sérfróðra meðdómsmanna í dómsmálum og hvernig best er að undirbúa sig undir starfið. Hátt í sjötíu manns luku námskeiðinu sem haldið var hjá dómstólasýslunni að Suðurlandsbraut.
Meira ...Rafræn samskipti við dómstóla
Síðastliðinn miðvikudag fór fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Þetta skref markar tímamót í rafrænum samskiptum í dómskerfinu en dómstólasýslan stefnir að því að allir héraðsdómstólarnir verði komnir með rafræn samskipti við héraðssaksóknara, lögreglu og verjendur á þessu ári.
Meira ...Héraðsdómur Reykjavíkur opnar dyrnar í tilefni þjóðhátíðardags
Fullt var út úr dyrum í opnu húsi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn en þar var dómstóllinn kynntur fyrir gestum og gangandi í tilefni að 75 ára lýðveldisins. Nemar úr lagadeildum HÍ og HR settu upp sýndarréttarhöld, dómarar og aðstoðarmenn kynntu störf sín auk þess sem gestir skoðuðu húsakynni, mátuðu skikkjur og „tóku í“ hamar sem dómarar nota við þinghöld.
Meira ...Ársskýrsla dómstólasýslunnar, Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna 2018
Dómstólasýslan birtir nú ársskýrslu sína í fyrsta skiptið en í henni er að finna samantekt á helstu verkefnum fyrsta starfsárið ásamt upplýsingum um fjölda dómsmála Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna árið 2018.
Meira ...Samráðsfundur um meðferð kynferðisbrotamála í réttarkerfinu og stöðu brotaþola
Dómstólasýslan og stýrihópur stjórnvalda um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi stóðu fyrir lokuðum samráðsfundi meðal aðila í réttarkerfinu miðvikudaginn 30. janúar kl. 15.00-17.00. Meðal verkefna stýrihópsins er að gera tillögur um lagabreytingar með það að markmið að styrkja stöðu brotaþola.
Meira ...Réttaröryggi fatlaðs fólks - málþing í janúar sl.
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 stóðu dómstólasýslan, réttindavakt félagsmálaráðuneytisins og mennta- og þróunarsetur lögreglunnar fyrir málþingi um réttaröryggi fatlaðs fólks. Réttarvörslukerfið var skoðað út frá samningi Sameinuðu þjóðanna en á tiltölulega stuttum tíma hefur orðið grundvallarbreyting á skilningi á fötlun. Gerðar hafa verið breytingar á íslensku lagaumhverfi sem byggja á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en lög um réttindagæslu byggja m.a. á honum.
Meira ...Hádegisfundur 2. nóvember: Hlutverk íslenskra dómstóla við beitingu MSE - samstarf eða tregða?
Hádegisverðarfundur dómstólasýslunnar og Lögmannafélags Íslands verður haldinn á Nauthól föstudaginn 2. nóvember kl. 12.00-13.00. Fyrirlesari verður Róbert R. Spanó dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.
Meira ...Fundur um birtingu dóma og vernd friðhelgi barna
Hinn 30. maí 2018 héldu umboðsmaður barna og dómstólasýsla fund um birtingu dóma og vernd friðhelgi barna. Markmið fundarins var m.a. að ræða hvort og þá hvaða leiðir væru færar til þess að takmarka aðgengi almennings að viðkvæmum upplýsingum samhliða því að huga að meginreglunni um opinbera málsmeðferð.
Meira ...Myndir o.fl. frá matsmannanámskeiði
Námskeið dómstólasýslunnar og Lögmannafélags Íslands fyrir dómkvadda matsmenn sem haldið var dagana 15-16. maí 2018 var afar vel sótt. Á námskeiðinu var bæði farið í fræðilegan hluta og praktísk atriði sem snúa að matsstörfum og endaði námskeiðið með heimsókn niður í Héraðsdóm Reykjavíkur.
Meira ...Myndir o.fl. frá starfsdegi dómstólanna 2018
Á starfsdegi dómstólanna þann 9. maí 2018, fór Persónuvernd meðal annars yfir túlkun helstu meginreglna, til hvers ber að líta við samningu og birtingu dóma, birtingu dagskrár og hvers ber að gæta við meðferð beiðna um aðgang að upplýsingum og gögnum dómstólanna.
Meira ...